Skip to main content

Í hálftíma fjarlægð frá hinni glæsilegu höfuðborg Eistlands, Tallinn, má finna hinn undarlega og eyðilega bæ Paldiski. Þar búa reyndar 4000 íbúar en ekki er langt síðan þar bjuggu 16 þúsund og höfðu í nógu að snúast. Paldiski var nefninlega áður en Eistland hlaut sjálfstæði stærsta æfingamiðstöð kjarnorkukafbátaflota Sovétríkjanna. Stór hluti bæjarins er því aðeins rústir þeirrar miðstöðvar.

En akkurat í því er fólgið aðdráttarafl bæjarins því það er heillandi að ganga um rústirnar og sjá það sem eftir er. Heillandi en ógnvekjandi að sama skapi. Stór hluti bæjarins samanstendur af tómum blokkum og öðrum byggingum sem yfirgefnar voru þegar starfsemi sovéska kafbátahersins var flutt annað.

Bæjaryfirvöld hafa reyndar gert töluvert í að rífa niður hluta þess sem Sovétmenn skildu eftir þegar stöðin, að meðtöldum tveimur kjarnorkuverum, var afhent Eistlendingum en þó ekki fyrr en þremur árum eftir að landið fékk sjálfstæði. Eðlilegt að vissu leyti en nóg er þó enn þar að sjá.

Þá hafa úrbætur verið gerðar á hafnarsvæðinu og þangað koma nú reglulega ferjur frá bæði Finnlandi og Svíþjóð með ferðamenn.

Það er reyndar annað sem er magnað að sjá við bæinn og það eru klettabjörg í grennd við bæinn. Þaðan er víðsýnt til hafs.

View Larger Map

[vc_facebook type=“standard“ el_position=“first“] [vc_gmaps title=“RATVÍSI“ link=“https://www.google.com/maps/ms?msid=207098679894180417098.0004de91ca1dfe7526edc&msa=0&ll=59.352359,24.053278&spn=0.023758,0.084543″ size=“250″ type=“m“ zoom=“14″ el_position=“last“]