Allra lægsta verð aðra leið til Barcelóna með Wow Air í september með ekkert meðferðis nema litla handtösku er tæpar átján þúsund krónur þegar þetta er skrifað og fæst aðeins á einni dagsetningu seint í mánuðinum. Annað uppi á tening hjá Vueling.

Allra lægsta verð með Wow Air til Barcelóna í september. Ofan á þetta vantar bókunargjaldið.

Tvö lággjaldaflugfélög. Sami mánuður og sami áfangastaður.

Lægsta verðið per mann með ekkert meðferðis hjá Wow Air samkvæmt úttekt okkar klukkan 21 þann 31. júlí 2018 kostar 17.998 krónur. Það verð er einsdæmi; meðalverðið á ódýrasta flugi aðra leiðina til Barcelóna með Wow Air þann mánuðinn er kringum 26 þúsund krónur eða svo samkvæmt okkar útreikningum.

Og lægsta verð með öðru lággjaldaflugfélagi til sama staðar í sama mánuði.

Víkur þá sögu að öðru lággjaldaflugfélagi sem flýgur sömu leiðina. Vueling hið spænska þykir allsæmilegt til brúks og er með ívið betri einkunnir en Wow Air á vef Skytrax. Þeir fljúga reglulega milli Keflavíkur og Barcelóna og í september er lægsta verðið án farangurs heilar 12.338 krónur miðað við gengi dagsins.

Gróflegt mat á meðalverði Vueling þessa leiðina þennan mánuðinn leiðir í ljós að án farangurs er algengast að komast til Barsa fyrir þetta 17 þúsund krónurnar þann mánuðinn.

Ekki nema rúmlega 50 prósent lægra verð að meðaltali en íslenska flugfélagið býður okkur…