Skip to main content

Ójá! Ellefu nátta dvöl undir þægilegri sólinni á Kanarí strax eftir áramótin hljómar eins og raunveruleg jólagjöf í okkar eyru hjá Fararheill. Það er einmitt slíkur pakki sem Vita ferðir eru nú að auglýsa.

Þetta gætu margir eflaust hugsað sér

Þetta gætu margir eflaust hugsað sér

Ferðin atarna kostar manninn 109.900 krónur og miðast við tvo svo heildarkostnaður á parið er 219.800 krónur. Ekki er reyndar ljóst á hvaða hóteli gist er en miðað við verð er það væntanlega sæmilegt miðlungshótel. Ferðaskrifstofan auglýsir líka ýmis hótel í boði og tekur verðið þá breytingum til hins verra í samræmi.

Engu að síður er farið af landi brott í beinu flugi strax 5. janúar og hver sá með slíka ferð klára getur hallað sér aftur og brosað út í bæði.

Nánar hér.