Þetta byrjaði allt í byrjun sumars 2014. Þá fór að bera á miklum töfum hjá þjónustuveri Icelandair gagnvart viðskiptavinum. Síðsumars var biðtími eftir aðstoð kominn í 30 daga og ef marka má samfélagsmiðla lengist enn sá tími sem viðskiptavinir þurfa að bíða eftir hjálp.

Fararheill hefur áður og ítrekað fjallað um slælega þjónustu flugfélagsins. Nógu stór eru nú auglýsingaslagorðin um að viðskiptavinurinn sé í fyrsta sæti og allt fyrir hann gert. Þá verður líka að standa við orð sín.

En nú er næstum ár liðið síðan biðtími eftir aðstoð af hálfu þjónustuvers Icelandair fór að lengjast meira en nefið á Gísla Frey Valdórssyni. Tug- eða hundruð milljóna eytt í ljósasjó, málningu og herferð á nýrri „Norðurljósavél“ svo ekki sé minnst á drjúgar arðgreiðslur upp á 4,4 milljarða króna síðustu þrjú árin.

En að bæta við mannskap í þjónustuver til að minnka bið og bjóða slangur af sæmilegri þjónustu virðist ekki aðkallandi.

Sem er ástæða þess að fésbókarvefur flugfélagsins er yfirfullur af:

landair

landair2

landair3

landair4

landair5