Skip to main content

Ekkert lítið sem íslenskir milljarðamæringar eru að gera það gott. Nú vill hópur fólks að Evrópusambandið rannsaki hið hálf-íslenska flugfélag Primera Air.

Úfffff! Primera Air Andra Más Ingólfssonar ekki beint að rokka meðal evrópska neytenda. Flugfélagið lofar gulli og grænu og hræódýrum fargjöldum en fellir svo niður aðra hverja ferð og neitar að greiða viðskiptavinum bætur.

Við áður greint frá því að bæði á Facebook og Twitter eru til hópar fólks sem hvetja fólk til að sniðganga Primera Air algjörlega sökum vanefnda á loforðum. En að rekast á hvatningu á netinu þess efnis að Evrópusambandið beinlínis rannsaki flugfélagið og svikin loforð er nýjung.

Íslendingar engir aukvisar þegar kemur að veseni og vandræðum hjá flugfélagi markaðsmanns ársins á sínum tíma. Heilt ár tekið að greiða út bætur vegna tafa og seinkana og komið fram við viðskiptavini eins og mykjuhaug

En ólíkt Íslendingum sem láta flest yfir sig ganga og brosa breitt gegnir öðru máli um aðra íbúa Evrópu sem eru betra vanir.

Sakar ekkert að taka þátt ef Primera Air eða Heimsferðir hafa gert á þinn hlut gegnum tíðina. Það væri jú afar forvitnilegt að sjá viðbrögð forsvarsmanna flugfélagsins ef Evrópusambandið yrði við beiðninni…