Þeim hefnist í Berlín fyrir að borga svo lág laun fyrir öryggisfulltrúa sína. Einn slíkur á Schonefeld flugvelli setti allt alvarlega úr skorðum nýlega þegar sá taldi víst að hann hefði séð handsprengju í handfarangri. Handsprengjan reyndist vera víbrador.

Handsprengjan sem um ræðir reyndist vera lúxuslókur úr smiðju Ann Summers. Skjáskot
Karlanginn hefur annaðhvort verið alvarlega feiminn sextugur karl eða fimmtán ára krakki á sinni fyrstu vakt á Schonefeld. Það er jú dálítið erfitt að ímynda sér að handsprengja sé í laginu eins og tólf sentimetra ílangur gulltittlingur.
Flugstöðin var rýmd í einum grænum og sérdeild lögreglu send inn til rannsóknar á gulltyppinu sem eðli máls samkvæmt komst að sannleikanum fimm mínútum síðar.
Þetta vekur samt upp spurningar um hvers vegna fólk tekur með sér víbrador í handfarangur á leið í flug. Klárlega getur slíkt tæki eitthvað stytt stundir en þetta er jú almenningsrými og næði lítið sem ekkert. Væri ekki eðlilegra að sofna yfir þreyttri bíómynd, rabba við vini eða sætisfélaga og njóta sólar og sælu þegar heim eða á hótel er komið?