Ó sköp skiljanlegt að henda hlutum sem lítil not eru fyrir inn í skúr. Illskiljanlegra að henda þangað hlutum sem nýbúið er að eyða í tugmilljónum króna.

Vatnajökull safnar ryki á Spáni með öðrum rellum. Mynd Airportwebcams.net

Sem er nákvæmlega það sem flugfélagið Icelandair hefur gert. Þeir hafa sent nokkrar rellur sínar í svokallaða þurrgeymslu erlendis að undanförnu svona á meðan rólegheit eru í flugbransanum. En skrýtnara að senda þangað rellur sem hafa nýverið fengið andlitslyftingu sem kostaði hátt í 50 milljónir króna.

Þurrgeymsla er flott orð yfir erlendan flugvöll á svæði þar sem raki og bleyta er næsta óþekkt fyrirbæri. Þurrt loft með öðrum orðum til að vernda vélarnar sem mest og best. Það er á einum slíkum velli í borginni Lleida á Spáni þar sem tvær af þekktustu vélum Icelandair safna nú ryki. TF-FIR, betur þekkt sem Vatnajökulsvélin, og TF-ISX, betur þekkt sem Afmælisvélin.

Afmælisvélin líka á afviknum stað í geymslu.

Báðar vélar, auk Norðurljósavélarinnar, vakið töluverða athygli erlendis enda ekki venjan lengur að heilmála heilu þoturnar með myndum. Slíkt bætir töluverðu við þyngd vélarinnar og gerir allan rekstur kostnaðarsamari.

Það vekur þó furðu að akkurat þessar vélar skuli inn í geymslu sökum þess að Icelandair eyddi kringum 50 milljónum króna í skreytingarnar á þeim fyrir ekki svo löngu síðan. Það er dálítið mikill peningur í skreytingar sem safna nú ryki.