N íutíu kúlur er prísinn alla leið til Bangkok í Tælandi ef áhugi er að fagna jólahátíðinni í 30 stiga hita með glaðværri þjóð. Sá hængur reyndar á að fólk þarf að leggja á sig stopp bæði í Frankfurt og Barein.

Á vef Skyscanner má nú finna aldeilis flott flugtilboð Gulf Air frá Frankfurt til Bangkok með stuttu stoppi í Barein. Fram og aftur fyrir svo mikið sem 58 þúsund krónur á mann miðað við gengi dagsins.

Því miður er Frankfurt ekki á Íslandi og því nauðsyn að komast þangað og þaðan og þar kemur Icelandair til skjalanna með fargjöld á þessum tíma niður í 35 þúsund kall eða svo.

Fargjald héðan fyrir 90 kall hefði fyrir Kófið verið ósköp normalt verð á flugi til Tælands og heim aftur en svo er ekki lengur nema í undantekningartilfellum. Sjálfsagt að skoða þetta fína boð en verið þess minnug að enginn veit hvort faraldurinn mun enn geysa í lok ársins og þá eru slíkar flugferðir í hættu.