S mábærinn Cadaqués hefur aldrei verið á vörum ferðalanga og er ástæða þess sennilegast sú að þar fer einn af örfáum strandbæjum Katalóníu og reyndar Spánar alls þar sem engar eru sandstrendurnar til að trekkja að sólþyrsta flatmagandi ferðamenn.

Þessi bær, einn sá síðasti á Spáni áður en farið er yfir landamærin til Frakklands frá Katalóníu, býr engu að síður yfir sínum töfrum og merkilegri sögu.

Töfrarnir eru þeir að þar gengur lífið sama vanagang og það gekk alls staðar í landinu fyrir 30 árum síðan áður en Spánn varð mekka evrópska ferðamanna. Ferðamenn vissulega sjáanlegir en í miklum minnihluta og þeir stoppa flestir ekki lengi.

Sagan merkilega sú að Cadaqués var og er fjölsóttur af myndlistarmönnum og fór þar lengi fremstur í flokki hinn eiturflotti Salvador Dalí. Í þessum bæ átti hann sinn samastað lengi vel og margar mynda hans málaðar þar.