Tíðindi

Val di Fiemme nýr áfangastaður Úrval-Útsýn

  28/12/2009maí 17th, 2014No Comments

Val di Fiemme er vinsæll skíðastaður sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn hyggst nú fyrsta sinni bjóða ferðir til í vetur. Staðurinn fær afskaplega fína dóma og þykir með þeim betri á Ítalíu og ekki eru Dólómíta fjöllin á Náttúruminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir ekki neitt.

Er fyrsta ferðin áætluð í febrúar næstkomandi og stendur í eina viku. Prísinn fyrir herlegheitin eru 142.500 krónur fyrir mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu. Verð pr. einstakling séu eingöngu fullorðnir á ferð er 157.440 krónur en innifalið er hálft fæði.

Tilboð ÚÚ hér.

Sjá allt um svæðið hér.