Skip to main content
A llnokkur ár síðan við hér sendum Neytendastofu erindi varðandi fullyrðingar ferðaskrifstofunnar Vita að fólk spari flug- og ferðakostnað með því að greiða með vildarpunktum Icelandair. Sem við viljum meina að sé hreint ekki rétt staðhæfing.

Eðli máls samkvæmt barst ekkert svar frá Neytendastofu þá frekar en við hinum 30 ábendingum sem við höfum sent stofnuninni gegnum tíðina. Miðað við fákeppnina á klakanum ætti þessi ákveðna stofnun að vera í fréttum hvern einasta dag en stjórnvöld gæta þess að hoggið sé inn að beini þar fjárhagslega svo aldrei heyrist múkk. Fæstir Íslendingar vita yfirhöfuð um tilvist þessarar stofnunar sem á að gæta hagsmuna neytenda.

Vita er enn að eins og sjá má að meðfylgjandi skjáskoti. „Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr. á mann með Vildarpunktum Icelandair.”

Jahá! Eitt og annað við þetta að athuga (og kannski, bara kannski er graður starfsmaður Neytendastofu að lesa og bregst við.)

A) Það er seilst alla leið til Fjarskanistan að fullyrða að vildarpunktar „lækki” verð á ferðum Vita. Verðið per se lækkar ekkert heldur að fólk aðeins að brúka annan „gjaldmiðil.” Verðið á ferðinni er annars óbreytt.

B) Vildarpunktar Icelandair fást ekki frítt með næsta páskaeggi. Þeir kosta helling og fást jafnan aðeins með því að fljúga villt og galið, út og suður um heiminn og aðeins með Icelandair eða samstarfsfyrirtækjum. Þess utan hefur krónugildi vildarpunkta lækkað duglega síðustu ár og áratugi og það yfirleitt án þess að nokkur verði var.

C) Ýmsir, þar á með við hér, teljum flugfargjöld Icelandair almennt fokdýr á flugmælikvarða. Á köflum er fyrirtækið að standa sig í samkeppninni en oftar ekki. Og það kostar sitt að halda uppi vildarpunktakerfi fyrir flugfélag. Það heil skrifstofa, starfsfólk og fullkomið tölvukerfi til að halda slíku úti svo vel sé og slíkt uppihald kostar fyrirtækið feitan skilding. Sá feiti skildingur skilar sér ekkert annað en út í verð á fargjöldum.

D) Vildarpunktakerfi var líklega móðins þegar það var fyrst sett á laggirnar fyrir aldamótin enda samkeppni þá í flugi til og frá landinu í mýflugumynd og fáir komust nokkuð án þess að sætta sig umorðalaust við einokunargjöld Icelandair. Plús auðvitað fyrirtak fyrir diplómata og ríkisstarfsfólk sem fékk og fær enn að halda eftir vildarpunktum þó flogið sé í opinberum erindagjörðum. En þegar verðmunur á sama skitna fluginu til Parísar, Osló, Berlínar eða Rómar getur verið 20 – 70 prósent er enginn vitiborinn maður að pæla í einhverjum þúsundköllum í vildarpunktasöfnun. Þetta er barn síns tíma.

Þar hafiði það 😉