Nú er lag að rífa fram kreditkortið og kaupa eins og eina ferð með bresk/spænska flugfélaginu British Airways.

British Airways allt í einu komin með grjóthörð ferðatilboð

British Airways allt í einu komin með grjóthörð ferðatilboð

Þar á bæ er nefninlega útsölutími eins og sjá má á vef flugfélagsins og þó BA sé nú sjaldan að bjóða safaríkustu steikina í bransanum þá kemur vatn í munn þegar tilboð þeirra eru skoðuð.

Þar má finna svo fátt eitt sé nefnt flug plús tveggja nátta gistingu í Feneyjum fyrir 19.500 krónur á mann miðað við tvo saman. Eða Barcelona plús tvær nætur á hóteli fyrir 20.900 krónur.

Engin spurning, þetta er fullorðins tilboð en auðvitað þarf að punga út fyrir flugi til og frá Bretlandi til að allt gangi upp. Heimasíða BA hér.