Miðar á úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer í Vínarborg eru uppseldir með öllu en áhugasamir eiga enn möguleika að verða sér úti um aðgang að undanúrslitakvöldum keppninnar.

Wiener Stadthalle þar sem Eurovision söngvakeppnin verður haldin þetta árið. Mynd Armin Rodler
Þetta má sjá á opinberum vef keppninnar en allra ódýrasti miðinn úrslitakvöldið 23. maí kostaði litlar átta þúsund krónur og sá dýrasti um 45 þúsund krónur.
Töluvert er eftir af miðum á æfingakvöldin og undanúrslitakvöldin og miðaverð á þá viðburði töluvert lægri.
Hér má finna opinbera miðasölu fyrir keppnina ef einhver ætlar sér út hvað sem tautar og raular en hafa skal í huga að einhver hluti miða á undanúrslitakvöldin eiga eftir að bætast við þegar að keppninni líður. Því ekki öll nótt úti enn.







