J ahérnahér! Fjölmiðlar enn að fjalla um „flugfélagið Play” eins og það sé raunverulegur hlutur. Segir allt sem segja þarf um fjölmiðla landsins.

Miðasala Play átti að hefjast í lok árs 2019. Sama yfirlýsing enn á vef þeirra. Skjáskot

Ljóst má vera að margir þeir sem starfa sem „fréttamenn” hérlendis eru ekki starfi sínu vaxnir. Eða hvernig er hægt að fjalla ítrekað um tveggja ára skeið um „flugfélag” sem enn þann dag í dag hefur ekki leyfi til flugs, enga rellu á lagernum og hefur ekki selt einn einasta flugmiða???

Tíðindi dagsins þau að ráðinn hafi verið nýr forstjóri hjá Play. Þar gamalkunnur plebbi á ferð frá Iceland Express og Wow Air. Bæði fyrirtæki sem lifðu góðu lífi um aldaraðir (ekki.)

Góðu fréttirnar þær að fjárfestar virðast hafa kveikt á peru að ekki er súpergott að hafa forstjóra sem blaðrar innantóma steypu um tveggja ára skeið og hann því látinn taka pokann. Hvort Birgir Jónsson er maðurinn til að breyta röfli í gjörðir verður að koma í ljós. Kauði hefur vissulega reynslu en hvort hann hefur lært af þeirri reynslu er lykilatriðið hér. Bæði Iceland Express og Wow Air enduðu á ruslahaugum sögunnar.

Að því sögðu er aldeilis kominn tími til að Play fari að leigja rellu, selja miða og hefja flug. Því lengur sem það dregst því meira mun Icelandair taka einokunarpakkann á landann.