L ausleg úttekt Fararheill leiðir í ljós að einstaklingur greiðir tíu til tuttugu þúsund krónum meira fyrir flugmiða fram og aftur til Parísar með Icelandair en Transavia.

París er draumur og París að sumarlagi er himnaríki á jörð. En sumrin auðvitað háannatími í frönsku höfuðborginni og flugfargjöld taka eðlilega mið af eftirspurn hverju sinni.

Þess vegna vekur það nokkra athygli hversu miklu munar á fargjöldum Icelandair annars vegar og Transavia hins vegar. Ódýrasta fargjald Icelandair í júlímánuði fram og aftur á sardínufarrými án farangurs er 40.195 krónur þegar þetta er skrifað. Sami pakki hjá Transavia er ódýrastur á rétt rúmar 27 þúsund krónur. Það er rétt tæplega 50% verðmunur!

Gott að hafa hugfast svona ef París er þinn draumur líka 🙂 Vefur Icelandair / Vefur Transavia

* Leit gerð 13.apríl 2021. Hafa skal hugfast að flugfargjöld hækka og jafnvel lækka fyrirvaralaust.