S vo gæti vel farið að Frakkar banni að mestu allt flug innanlands samkvæmt lagafrumvarpi sem liggur nú fyrir franska þinginu. Frumvarpið bannar allt styttra flug á þeim leiðum þar sem mögulegt er að taka lest á milli staða á tæpum þremur stundum. Sem er nánast allt landið.

Eftirleiðis gæti orðið erfitt að fljúga styttri vegalengdir með Air France

Aldeilis príma mál fyrir loftslagið og hreint ekki auðvelt að koma þessu á koppinn en þetta er nákvæmlega eitt af því sem þarf að gera eigi heimurinn ekki að brenna upp á næstu áratugum.

Ef frumvarpið verður að lögum verða áhugasamir á ferð í Frans að gjöra svo vel að brúka lestir landsins og það er líka plús. Plús sökum þess að lestarferðirnar eru 700% prósent þægilegri leið að ferðast en flugið. Engin sardínusæti, enginn matur sem rétt slefar yfir heilsuverndarmörk, engir þjónar alltaf að teppa ganginn til að selja þér glingur, ekkert hangs í fokdýrum flugstöðvum og engin ókyrrð á fimm mínútna fresti.

Stórgott framtak 🙂