Skip to main content
M inneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum er áfram einn helsti áfangastaður Icelandair vestanhafs. Sem má teljast merkilegt því þar fátt eitt merkilegt nema þig vanti enn meira drasl og glingur í Mall of America. Með tveimur undantekningum þó.

„Minnisvarði“ um George Floyd skrefum frá horninu þar sem hann var drepinn af lögreglu.

POWDERHORN PARK

Powderhorn Park hverfið í Minneapolis hefur aldrei hingað til verið á topplistum ferðamanna á leið um borgina. Eiginlega þvert á móti. Þetta svæði hingað til verið utan þjónustusvæðis ef smá má að orði komast enda engin ósköp að sjá og íbúar hverfisins að mestu leyti fátækt blökkufólk. Glæpir líka vandamál.

Þar var hér vorið 2020 sem George Floyd var hrottalega myrtur af lögreglumönnum fyrir þá dauðasök að eiga mögulega tvö þúsund króna falsaðan seðil í veskinu. Eftir morðið kom í ljós að ekkert slíkt var að finna eftir allt saman.

Vart þarf að fara mörgum orðum um eftirleikinn. Gríðarleg mótmæli brutust út alls staðar í Bandaríkjunum og víðar um heiminn og morðið varð upphafið að Black Lives Matter hreyfingunni.

Íbúar voru fljótir að koma fyrir minningarstað fyrir Floyd og það á miðjum vegi þar sem 38. stræti og Chicago Avenue mætast í borginni. Nokkrum skrefum frá morðstaðnum.

Borgaryfirvöld ítrekað reynt að hreinsa svæðið en árangurslaust og líklega verður það raunin um alla tíð. Þetta auðvitað skyldustopp fyrir alla sem elska frelsi, lýðræði og kjósa að lögregla hagi sér eins og fólk en ekki eilífir hrottar.

PAISLEY PARK

Tónlistarmaðurinn ágæti Prince farinn yfir móðuna miklu fyrir nokkru en heimili hans og stúdíó, þekkt sem Paisley Park, finnst í úthverfi heimaborgar hans Minneapolis og er opið heimsóknar fimm daga vikunnar. Það er toppstopp hvort sem kappinn var í uppáhaldi eður ei.

Heimili poppgoðsins Prince er toppstopp að okkar mati.

Plássið er stórt enda var Prince einn vinsælasti popplistamaður heims og þó stöku hlutar staðarins séu lokaðir af er fjölmargt að sjá og skoða. Þar fara reglulega fram sérstakar sýningar á hlutum sem Prince átti og annars lagið eru þar tónleikar líka þar sem frægir músikantar votta goðinu virðingu sína. Þá eru hér öll hljóðstúdíó sem Prince notaði á efri árum til að framleiða fræga tónlist sína.

Bíltík þarf til að komast á staðinn sem er gróflega í 20 kílómetra fjarlægð frá miðborginni á stað sem heitir Chanhassen. Hægt að er að kaupa miða á staðnum en bæði ódýrara og öruggara að negla miðann fyrirfram á netinu hér.