Skip to main content

Hætt er við að arðgreiðslur Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung verði örlítið lægri en ella. Það er að segja ef viðskiptavinir hafa vit á að sækja rétt sinn.

Bullandi vesen hjá Icelandair þennan daginn með heimtum fyrir þá sem vilja. Mynd Woodys Aeroimages

Bullandi vesen hjá Icelandair þennan daginn með heimtum fyrir þá sem vilja. Mynd Woodys Aeroimages

Fararheill telst til að sumir viðskiptavinir flugfélagsins eigi inni rúmar sextán milljónir króna í bætur vegna tafa þennan daginn. Það er að segja miðað við að 300 farþegar fljúgi með tveimur þotum flugfélagsins.

Þar meinum við flug Icelandair frá Glasgow í Skotlandi sem átti að lenda í Keflavík klukkan 15.40 en kom ekki til landsins fyrr en kl. 21.30. Þar meinum við líka flug frá Amsterdam sem átti að koma til Íslands klukkan 15.05 í dag en áætluð koma þegar þetta er skrifað er um klukkan 23.

Bæði flug langt yfir þeim þremur klukkustunda seinkunum sem tryggja bætur samkvæmt Evrópureglum. Þær bætur um 50 þúsund krónur til eða frá og greiða því auðveldlega netta borgarferð að mestu leyti.

En það þarf að ganga á eftir hlutunum. Alveg eins og með lötu smiðina sem þú ræður til að breyta klósettinu og eru svo í 70 öðrum verkefnum líka þá þarf að sparka í rassa hér til að fá hlutina í gang og njóta réttar. Fyrst að senda Icelandair skeyti með kröfum og þegar nei kemur til baka að fara beint til Samgöngustofu.

Og ekki vorkenna Icelandair neitt. Eigendur þess fara brátt á stofnun fyrir að vera síhlæjandi í bankanum.