Tíðindi

Tólf ferðamenn látast í Víetnam

  19/02/2011nóvember 23rd, 2014No Comments

Tólf erlendir ferðamenn létu lífið í gær þegar skemmtibátur á Halong flóa í Víetnam sökk á skömmum tíma. Er þetta versta slys sem orðið hefur í ferðaþjónustu í því ágæta landi síðan það var opnað fyrir ferðamenn fyrir 25 árum.

Um er að ræða trébáta á borð við þá er víða eru notaðir á þessum slóðum í suðaustur Asíu en öryggi er jafnan ábótavant á þeim enda lítt hugsað um einföld björgunartæki eins og vesti eða annað slíkt.

Þeir sem létust voru frá Bandaríkjunum, Sviss, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Japan, Ástralíu og Svíþjóð.

Eru slík slys reyndar nokkuð algeng og láta tugir erlendra ferðamanna lífið árlega um borð í slíkum bátum.

Ráð er að hafa varann á sér við ferðalög á bátum á þessum slóðum og aðeins eiga viðskipti við fyrirtæki sem útvega björgunarvesti.