Og þér fannst íslenska sumarið kalt og erfitt? Bíddu þangað til kemur að október. Eða ekki. Gætir stytt þann leiða mánuð um tíu daga eða svo undir glampandi sól í 20 gráðu hita á Antalya í Tyrklandi og það á fantagóðum prís.

Antalya já takk.

Antalya já takk.

Eða hvernig hljóma tíu dagar í fimm stjörnu lúxus með öllu inniföldu og nuddpakka að auki fyrir kringum 150 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman?

Svoleiðis hljómar eitt besta tilboðið þessa stundina á vefmiðlinum Secret Escapes en þar gert ráð fyrir brottför frá Gatwick í London. Umrætt verð finnst á ellefu dagsetningum í október þegar þetta er skrifað en aðeins dýrara annars. Pakkinn frá London niður í 126 þúsund krónur á haus.

Við þetta þarf því að bæta flugi til London og svo heim aftur vitaskuld. Slíkt lítið mál enda Icelandair, Wow Air og easyJet öll að fljúga til London héðan þann mánuðinn. Skjótum á að flug fram og aftur fáist milli 30 og 40 þúsund á mann og þannig er hægt að dúlla sér á strönd Antalya í tíu daga kringum 150 þúsund eða svo. Allt er innifalið svo aukakostnaður er enginn nema fólk kjósi svo.

Meira hér.

Og fyrir hræbillega gistingu í London ef þörf er á er ráð að kíkja á hótelvef okkar hér að neðan. Það er að segja ef þú vilt greiða sem allra lægst verð.