Skip to main content
J íbbíkæjei og heibbabílúlla! Nú geta ferðaþyrstir tekið gleði svo um munar en þó aðeins ef þeir grípa gæsina til miðnættis í kvöld. En hvaða gæs er það sem svo getur tryllt lýðinn?

Jú, sú gæs er flug alla leið til Mílanó, Napólí eða Rómar með Wizz Air fyrir HEILAR TÓLF HUNDRUÐ KRÓNUR!!!

Hér auðvitað aðeins um aðra leið að ræða en plúsinn sá að verðið heim aftur frá Ítalíua kostar líka HEILAR TÓLF HUNDRUÐ KRÓNUR!!!

Aðeins 50 þúsund farmiðar í boði á þessu verði og hart barist um hvern miða ef marka má hversu illa okkur gekk að staðfesta þetta tilboð á vef flugfélagsins þrátt fyrir súper-dúper-mega nettengingu.

Drífðu þig af stað til kaupa en gerðu ráð fyrir góðri bið. Vefur Wizz Air greinilega ekki alveg klár í svona hasar.