Þ að er galli við takmarkað úrval ferða héðan að flugfélögin og ferðaskrifstofurnar ráða full miklu um hvar og hvernig við eyðum fríinu okkar erlendis. Nema auðvitað að við grípum til eigin ráða. 

Við höfum flest takmarkaðan tíma og fjárráð og það getur verið bölvað vesen að ferðast með fjölskyldu eitthvað annað en í beinu flugi. Jafnvel þó það geti borgað sig fjárhagslega látum við oft á tíðum duga að greiða meira og fara þangað sem í boði er að fara. Frí á jú að vera afslöppun frá hversdagslegu amstrinu og flakk á milli flugvalla til að komast á einn sérstakan stað á lítið skylt við það.

Sem þýðir aðvitað að við missum af ýmsu því sem vert er að gera sér ferð eftir. Það á til dæmis við um Þýskaland en hér að neðan má sjá topp fimm lista Deutsche Welle yfir áhrifamestu staðina í landinu sem komist hafa á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Alls eru 38 staðir í Þýskalandi á heimsminjaskrá sem þýðir að þeir þykja nógu merkilegir til að flokkast sem arfur mannkyns. Topp fimm listinn gæti komið einhverjum á óvart og kannski einhver ákveði að breyta ferðaáætluninni í kjölfarið.

Þeir eru í engri sérstakri röð:

  • ZECHE ZOLLERN / ESSEN

Hvað skal gera við eina allra stærstu kolanámu og kolavinnsluverksmiðju heims þegar vinnslu lýkur? Þrífur allt klabbið hátt og lágt, málar og pússar og opnar safn. Það gerðu Þjóðverjar og með svo makalaust frábærum hætti að Zeche Zollern er orðinn þungamiðja í listalífi Essen. Mynd Michael Becker

Hvað skal gera við eina allra stærstu kolanámu og kolavinnsluverksmiðju heims þegar vinnslu lýkur? Þrífa allt klabbið hátt og lágt, mála og pússa og opna safn. Það gerðu Þjóðverjar og með svo makalaust frábærum hætti að Zeche Zollern er orðinn þungamiðja í listalífi Essen. Mynd Michael Becker

  • KLAUSTRIÐ Í MAULBRONN / ENZ

Best varðveitta og heillegasta miðaldaklaustur heims segja Þjóðverjar um klaustrið í Maulbronn. Heimsminjanefnd SÞ því sammála. Mynd Reham Alhelsi

Best varðveitta og heillegasta miðaldaklaustur heims segja Þjóðverjar um klaustrið í Maulbronn. Heimsminjanefnd SÞ því sammála. Mynd Reham Alhelsi

  • MUSKAUER PARK / BAD MUSKAU

Muskauer garðurinn er stærsti og frægasti enski garðurinn í Mið-Evrópu og skiptist 50/50 milli Þjóðverja og Pólverja. Makalaus glæsileg Muskau höllin sem hér stendur. Mynd Michael Bertulat

Muskauer garðurinn er stærsti og frægasti enski garðurinn í Mið-Evrópu og skiptist 50/50 milli Þjóðverja og Pólverja. Makalaus glæsileg Muskau höllin sem hér stendur. Mynd Michael Bertulat

  • WARTBURG KASTALINN / EISENACH

Fyrirmynd allra miðaldakastala í Þýskalandi er Wartburg kastalinn sem er sannarlega mikilfenglegur. Ekki skemmir að hér eyddi vandræðapésinn Martin Luther töluverðum tíma áður en hann setti allt á annan endann með mótmælendatrú sinni. Mynd Tjflex2

Fyrirmynd allra miðaldakastala í Þýskalandi er Wartburg kastalinn sem er sannarlega mikilfenglegur. Ekki skemmir að hér eyddi vandræðapésinn Martin Luther töluverðum tíma áður en hann setti allt á annan endann með mótmælendatrú sinni. Mynd Tjflex2

  • DÓMKIRKJAN Í AACHEN / AACHEN

Ekki stærst og ekki fallegust dómkirkna í Þýskalandi en hér er gríðarleg saga. Þetta þótti nógu merkileg kirkja til að hér voru krýndir konungar um sex alda skeið. Vinsæll áfangastaður kristinna pílagríma. Mynd Holly Hayes

Ekki stærst og ekki fallegust dómkirkja í Þýskalandi en hér er gríðarleg saga. Þetta þótti nógu merkileg kirkja til að hér voru krýndir konungar um sex alda skeið. Vinsæll áfangastaður kristinna pílagríma. Mynd Holly Hayes


View Kyngimagnaðir staðir í Þýskalandi in a larger map