Skip to main content

Hmmm. Tæplega sextíu ár síðan Berlínarmúrinn var reistur og þeir hlutar veggsins sem enn eru uppistandandi trekkja hundruð þúsunda árlega. En viti menn! Fyrir nokkru fannst ókunnur 20 metra langur kafli af upprunalega veggnum.

Áður ókunnur hluti Berlínarmúrsins nú fundinn. Kristaltært að einhver ungmenni með spreybrúsa fundu þetta fyrir nokkru síðan. Skjáskot DW

Þetta hljómar eins og fyrsta Apríl frétt ekki satt. Að einhver gönguhópur í Berlín hafi á því herrans ári 2018 fundið ókunna 20 metra lengju af Berlínarmúrnum fræga og það bak við nokkra litla runna.

Illu heilli fyrir Þjóðverja, sem oft er talað um sem hið glöggvasta fólk, er þetta algjör hneisa. Það jú ekki eins og tólf þúsund fræðimenn starfi ekki í Berlín við það eitt að stúdera Berlínarmúrinn og áhrif hans fyrr og nú.

Svo koma skokkandi nokkrar miðaldra konu og stakur karl í hlaupahópi og voilà! Stór hluti af múrnum gamla steinliggur.

Ekki eins og þessi „ókunni” hluti hafi verið stórkostlega vel falinn. Þvert á móti, eins og sést á meðfylgjandi mynd, er hann illa falinn bak við nokkra litla runna. Runna sem væntanlega bera ekki sitt barr á veturna og múrinn því væntanlega í allra augsýn. Plús sú staðreynd að á múrinn er búið að spreyja einhver stórkostlegheit.

Þurfum að fara að endurskoða þetta með hvað Þjóðverjar eru glöggir og sniðugir 😉