Skip to main content

Ferðalög eru almennt stressandi jafnvel þegar allt gengur að óskum. Út á flugvöll um miðja nótt, langar raðir og niðurlæging við öryggisleit, bið í yfirfullum flugstöðvum með tilheyrandi hávaða og dýrtíð, maraþonganga að réttu hliði plús auðvitað flugið sjálft sem mörgum reynist erfitt.

Herra Mogensen. Vonandi sefur hann svefni hinna ranglátu miðað við hvernig farið er með viðskiptavini Wow Air. Mynd Airbus

Ofangreint hljómar ekki ýkja vel en á þó aðeins við þegar allt gengur upp. Frá Keflavík eru tafir og vesen orðið mun algengara en raunin var áður og það eykur enn á stressstig fólks sem er á leið í ljúflegheitin.

En hjá sumum flugfélögum, þar sem þjónusta er eitthvað ofan á brauð svo forstjórinn geti nú tekið sér sjö milljónir í mánaðarlaun í stað sex komma níu milljóna, fer stressið langt með að drepa fólk. Meira að segja fólk sem er að gera allt eftir bókinni og endar samt á því að greiða hundruð þúsunda króna í aukagjöld…

Herra Mogensen á að skammast sín. Enn ein ástæða fyrir að markaðsmaður ársins á Íslandi rekur það lággjaldaflugfélag sem fær langverstar einkunnir ALLRA LÁGGJALDAFLUGFÉLAGA á flugvefnum Skytrax