Skip to main content

Þann fimmtánda ágúst greindu fréttamiðlar frá því að forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, gengi út frá því sem vísu að Boeing-Max vélar flugfélagsins kæmust aftur  í loftið í október. Sólarhring síðar greindu sömu fréttamiðlar frá því að Icelandair gerði ekki ráð fyrir þeim rellum í loftið á þessu ári.

Boeing Max vélar Icelandair varla í loftið á þessu ári. Mynd Icelandair

Hafi einhvern tímann þurft ástæðu til að véfengja allt sem litlaus forstjóri Icelandair segir eða gerir þá er hún komin.

Hvers vegna íslenskur forstjóri lýsir yfir mikilli velþóknun á Boeing vélum sem framleiddar hafa verið hin síðari ár með hálfum hug starfsfólks og milljarðagreiðslum til lobbíista og þingmanna, skal ósagt látið.

Forstjórinn lofaði líka húrrandi stuði í Max-vélum flugfélagsins strax í október. Sólarhring síðar, 16. ágúst, sendir flugfélagið frá sér tilkynningu þess efnis að þær rellurnar fari líklega EKKI í loftið á þessu ári!!!

Kannski fór HRUNIÐ 2008 framhjá vel launuðum forstjóra Icelandair. Lygar og þvælur út í eitt fara ekki lengur svo létt í landann…