Syrtir í ál og strendur líka á mörgum vinsælum strandstöðum Spánar. Nú er plastmengun orðið svo stórt vandamál í hafinu að tonnum af plastefnum og kurli skolar upp á strendur nánast daglega.

Litlum blöðum um að fletta að hreint vatn er töluvert yndislegra til sunds en ekki. Enginn vill jú vaða kúk og kanil á sólríkum ströndum né dýfa sér ofan í helmengaðan sjóinn ef kostur er á öðru.

En í Tarragona og nágrenni á Spáni er plastmengun orðið svo alvarlegt vandamál við strendurnar að heimamenn beinlínis tala um sund í plastsúpu þegar fólk dýfir sér ofan í kælandi sjóinn.

Tarragona er í klukkustundar fjarlægð til suðurs frá Barselóna og hálftíma fjarlægð frá Salou sem margur landinn þekkir. Þar hefur lengi verið rekin plastverksmiðja hvers helsta verkefni er að framleiða kurl úr plasti en þannig er hægt að endurnýta plast sem annars færi í ruslið að nokkru leyti. Nema hvað að kurlið er svo smátt að það sleppur auðveldlega út í náttúruna og þaðan beint út í sjó þar sem það svo safnast saman á og við vinsælar strendurnar.

Þannig er verksmiðjan atarna, sem skapar ein tíu störf, meðal annarra að eyðileggja helsta búskap heimamanna sem er ferðamennska og margir ósáttir þessi dægrin.

Kurlið er afar smátt eins og sést á myndinni hér að ofan en líklega full ástæða til að valsa ekki um strendur Tarragona neitt á táslunum mikið né heldur opna munninn ef lagst er til sunds.