A llir sem hafa dvalið undir sumarsól í Grikklandi vita að hún er engin barnaleikur og svíður skalla og annan á mettíma gleymi menn sér. Heimamenn náttúrulega löngu fundið lausn á þessu og yfir hádaginn eru um það bil þrír Grikkir úti í sólinni í öllu landinu. Vitrari menn eru að taka lúr eða í versta falli dvelja í skugga.
Á eyjunum er hitastækja ekki alveg jafn hræðileg og í borgum landsins en engu að síður fer hitastigið oft yfir 40 gráður dag eftir dag og það er einfaldlega ekki fyrir lifandi mann að ráða við. Allavega ekki Frónbúa af klaka í norðurhöfum.
Hellagisting er í slíkum tilfellum þjóðráð en það kallast mörg þau híbýli sem standa í bröttum hlíðum Santorini og eru mörg hver að hluta eða öllu leyti hogginn inn í mjúkt bergið. Eru strangt til tekið bara fallegir hellar sem þó hafa verið skreyttir og nostrað við svo úr verði hlýlegt heimili.
Nokkur hótel bjóða slíkt og flest hver eru þau á eyjunum Santorini þó þau finnist víðar. Yfirleitt fá menn lúxuspakkann með í kaupbæti þegar slík hótel eða villur eru leigðar.
Hellahótelin eru nánast undantekningarlaust staðsett á fallegum stöðum með miklu útsýni og þau glæsilegustu mega kallast fimm stjörnu gisting. Það segir sitt að jafnvel hellagisting af lakara taginu fær samt toppeinkunn hjá þeim sem prófa á vefmiðlum á borð við TripAdvisor. Þá eru reyndar frá taldir sem glíma við fötlum af einhverju taginu. Það helgast af slæmu aðgengi að mörgum þeim hellahíbýlum sem finnast.
Allnokkur hellahótel finnast á hótelbókunarvef okkar hér að neðan sem og hellagisting í heimahúsum ef það heillar. Sjálfsagt að kíkja á það fyrir áhugasama.