Fararheill hefur áður og ítrekað fjallað um þá staðreynd að neytendavitund Íslendinga er skertari en framtíðargreiðslur úr innlendum lífeyrissjóðum. Það að vissu leyti aumum fjölmiðlum að kenna sem reiða sig alfarið á auglýsendur og birta lítið sem ekkert sem veldur þeim auglýsendum minnsta hugarangri.

Sumir láta bara alls ekki vaða yfir sig. Mynd Woodys Aeroimages

Sumir láta bara alls ekki vaða yfir sig. Mynd Woodys Aeroimages

Orsakir þessa eru eflaust fleiri en það en það nægir okkur hjá Fararheill að vita að greinar okkar um réttindi ykkar sem við birtum reglulega eru meðal allra mest lesna efnis á vef okkar daginn inn og daginn út. Réttur okkar er nefninlega æði sterkur og skammt er síðan réttindi okkar neytenda jukust til muna eins og lesa má um á vef Neytendastofu.

Að þessu sögðu er afar athyglisvert að vita hvernig Þjóðverjar sem verða fyrir truflun á flugi afgreiða hlutina. Eitt slíkt dæmi er að finna á fésbókarvef Icelandair þar sem kona ein segir farir sínar ekki sléttar og sættir sig engan veginn við lágmarksbætur sem flugfélagið býður.

Fróðleg lesning (á ensku) og kannski verður til þess að við verðum EKKI öll bljúg og ægilega þakklát næst þegar við fáum boðsmiða í lítinn bjór og hamborgara eftir sex stunda bið á erlendum flugvelli.

knö6

knö7

knö8