Skip to main content

Þ au skipta þúsundum hótelin um allan heim sem eru það glæsileg, vel staðsett eða bjóða svo yfirmáta góða þjónustu að kostnaðurinn verður hreint aukaatriði fyrir dreymandi ferðamenn.

Ímyndaðu þér að vakna upp við þetta. Mynd Jade Mountain

Ímyndaðu þér að vakna upp við þetta. Mynd Jade Mountain

Nema kannski á Jade Mountain hótelinu á St.Lucia í karabíska hafinu. Þar eru aðeins 28 svítur í boði í fimm mismunandi útfærslum, hver með sína eigin laug með vægast sagt stórkostlegri útsýn, en allra ódýrasta svítan kostar litlar 116 þúsund krónur eina nótt fyrir utan 20 prósenta skatt.

Hótelið er lúxushótel í fyllstu merkingu þess orðs og ekki aðeins eru svíturnar fimm út úr þessum heimi heldur er hér alla mögulega þjónustu að fá. Heilsulind hótelsins er velþekkt meðal auðkýfinga en jafnvel slíkt dúllerí bliknar feitt í samanburði við stórkostlega staðsetningu hótelsins með útsýn til tveggja tinda eyjunnar, glitrandi hafsins og hitabeltisskógur allt í kring.

Myndirnar segja allt sem segja þarf en áður en hlaupið er í bankann og arfurinn tekinn út af bók er ráð að hafa í huga að öll verð á heimasíðu hótelsins eru fyrir utan skatta og gjöld og þá er maturinn ekki gefins heldur. Þannig hækkar verð á ódýrustu tegund svítu samstundis í 150 þúsund krónur nóttin.