E kkert ýkja auðvelt að komast héðan alla leið til Cancún í Mexíkó og þaðan af síður ódýrt prógramm alla jafna. Á því eru þó undantekningar.

Flugfélagið Aeromexico er þessa stundina að bjóða hreint kostuleg fargjöld til Cancún gegnum Mexíkóborg frá Barselóna á Spáni. Fram og aftur fyrir svo mikið sem 53 þúsund krónur á kjaft á tilteknum dagsetningum í nóvember og desember. Rétt rúmlega 26 þúsund krónur hvora leið fyrir sig!!!

Það er súpertilboð í allri merkingu þess orðs enda heildarflugtími hátt í 25 stundir hvorki meira né minna. En reyndar miðast þessi lágu fargjöld við sardínusæti og aðeins handfarangur meðferðis. Óhætt að bæta við 20 þúsund krónum ef þörf er á stærri tösku meðferðis. Þá þarf auðvitað að vera í Barselóna til að grípa gæsina.

Engu að síður kostakjör ef Cancun hefur einhvern tímann verið á óskalistanum og ekki skemmir að tilboðið gildir yfir dimmustu mánuðina hér heimavið. Vefur Aeromexico.