S pænsk stjórnvöld ákváðu á þriðjudag að stórherða reglur um grímuskyldu í landinu vegna fjórðu bylgju Kófsins sem nú gengur yfir landið. Hvergi á Spáni er nú heimilt að vera utandyra án grímu fyrir vitum. Ekki einu sinni á ströndinni.

Strangt bann við grímuleysi hefur tekið gildi á Spáni

Sorgarfréttir fyrir sóldýrkendur. Nú kemur ekki aðeins litalína meðfram sundfatnaði heldur og yfir hálfu andlitinu. Öllu leiðinlegra að sóla sig með þeim hætti og reyndar öllu leiðinlegra að geta ekki gert neitt utandyra eða á almenningsstöðum öðrum án grímu.

Þessar reglur verða í gildi fram í júní að minnsta kosti og jafnvel lengur ef ekki tekst að hefta Kófið duglega á þeim tima. Hætt við að sumardól á Spánarströndum í sumar gæti orðið leiðinlegri ef það takmark næst ekki.