Skip to main content

S umrin í Sviss eru engu lík eins og þær þúsundir Íslendinga sem þangað hafa farið í göngu- eða fjallaferðir geta vitnað. Djúpir grösugir dalirnir og hrikaleg fjallasýn til flestra átta hrífa milljónir árlega sem á annað borð kunna að meta Móður Náttúru. Hvers vegna þá að láta nægja að dvelja á hótelum í geldum borgum?

Mörg sumarhúsin í Sviss eru lítið minna en stórkostleg. Mynd Alpine Pprperty Rental

Mörg sumarhúsin í Sviss eru lítið minna en stórkostleg. Mynd Alpine Pprperty Rental

Við spyrjum vegna þess að það er fátt meira heillandi við Sviss en litlu fjallaþorpin með sínum yndislegu bjálkahúsum þvers og kruss og landið. Og þótt borgir landsins hafi margt upp á að bjóða standast þær engan samanburð við fjallaþorpin að okkar mati.

Gott dæmi um þetta er sumarhótelið Aescher. Þetta ágæta sumarhús er á besta stað. Kósí stóll hér utandyra að sumarlagi og jafnvel einn Kübler Abinsthe með í glasi ætti að gera veröldina og heiminn allan yndislegan á fáeinum mínútum eða svo.

Eftirminnileg dvöl er nánast gefið á þessu merkilega hóteli á örskömmum tíma. Svo má alltaf rölta niður í þorpið til að kasta kveðju á landann ef leiði sækir að.

Aescher kann að líta heillandi út en það er fjöldi slíkra húsa til leigu yfir sumartímann í landinu og mörg þeirra ekki verr staðsett en þetta.

Mörg þeirra finnur þú á hótelleitarvél Fararheill hér að neðan. Þar þrengirðu bara leitina eftir óskum og finnur nákvæmlega það sem þú vilt finna. Plús náttúrulega á lægsta mögulega verði þó sum önnur risafyrirtæki þarna úti þykist bjóða betur 🙂