Þ ó öll ritstjórn Fararheill sé komin af léttasta skeiði, þó við harðneitum því opinberlega, höfum við flest æði gaman af teiknimyndasögum. Hinn síungi Tinni og Kolbeinn kafteinn, töffararnir Svalur og Valur, hinir ráðagóðu bláu Strumpar, hinn gallvaski Ástríkur svo ekki sé minnst á hinn baneitraða Viggó Viðutan.

Auðvitað er það VIggó Viðutan sem stendur vaktina fyrir utan Teiknimyndasafnið í Brussel.

Auðvitað er það VIggó Viðutan sem stendur vaktina fyrir utan Teiknimyndasafnið í Brussel.

Allir ofantaldir eiga dálítið sameiginlegt. Þetta eru allt teiknimyndahetjur frá Belgíu.

Belgar mega nefninlega eiga það að fyrir utan sjúklega gott súkkulaði hafa fáar þjóðir fært ungum börnum og unglingum meiri ánægju. Hérge, Peyo, Goscinny og allir hinir höfundarnir eru meira og minna allir Belgar.

Eðlilega kunna menn í Brussel að þakka fyrir sig og Teiknimyndasafnið, Centre Belga de la Bande Dessinée, er safn til heiðurs þeim listamönnum sem settu teiknimyndaseríur fyrir sig og öðluðust frægð fyrir.

Þangað er sérdeilis gaman að koma fyrir smáfólkið, þá sem varðveita barnið í sér og sennilega hina líka.

Teiknimyndasafnið er bara einn af mörgum stöðum sem við bendum á í vegvísi Fararheill um Brussel. Verði þér að góðu.