Y firleitt þykir það slæm latína að tjalda til einnar nætur í lífinu en kannski ekki ef ævintýramennska er í blóðinu og þú finnur þig í Kína að vori til.

Ekki alls staðar löglegt að tjalda á hinum mikilfenglega Kínamúr en maður lifir bara einu sinni 😉
Eitt það eftirminnilegasta sem fólk vitnar á lífsleiðinni er að sjá og ganga hinn gríðarlega Kínamúr sem sagður er eina mannvirki heims sem sést greinilega frá geimnum. En það er ein leið til að gera það ævintýri enn magnaðra; með því að gista á múrnum.
Hljómar kannski ekki spennandi nema fyrir þá sem elska að prófa nýja hluti og fá pásu frá þægindarammanum. Þeir geta barasta vel eytt nótt í tjaldi á Kínamúrnum fræga en til þess eru tvær leiðir færar án þess að lenda í leiðindum hjá stjórnvöldum enda formlega ólöglegt með öllu.
Annars vegar er vel hægt að tjalda á múrnum svo lengi sem fólk er fjarri stórborgum. Kínamúrinn er eðli máls samkvæmt engin smásmíði; hann er hvorki meira né minna en 21 þúsund kílómetri að lengd og sirkabát 20 þúsund kílómetrar hans eru alveg lausir við fjöldatúrisma og sem afleiðing af því alveg lausir við opinbert eftirlit. Á þeim köflum amast enginn við ef þú tjaldar og setur upp grill og dúllar þér eins og enginn sé morgundagurinn. Líkurnar á að einhver finni þig og tjaldbúðirnar minni en að Palestína fái einn daginn að taka þátt í Júróvisjón.
Hin leiðin er að fara opinberu leiðina því þótt gisting á Kínamúrnum sé stranglega bönnuð eru nokkur kínversk ferðaþjónustufyrirtæki með sérstakt leyfi til þess arna þó í takmörkuðum stíl sé að ræða. Það kostar einhvern skilding og auðvitað ferðaþjónustuaðilinn að fylgjast með öllum stundum en á móti getur enginn löggæslumaður sagt múkk.
Hvað okkur varðar þá er lífið aldrei eins spennandi og þegar maður er oggupons að brjóta lögin og hjartað berst í brjósti. Án þess þó að meiða eða harma nokkurn mann 😉