S á sem leitar vítt og breitt á vefmiðlum að ferðahugmyndum mun fyrr eða seinna, og sennilega fyrr, rekast á orð sem hingað til hefur ekki fundist mikið í ensk-íslenskum orðabókum. Orðið glamping. Hvur andskotinn er það svo?

Tjaldútilega með lúxusdýfu. Þannig má lýsa glamping.

Staðreyndin er að glamping er dregið af orðinu camping sem auðvitað er bara tjaldútilega. En hér er um tjaldútilegu að ræða með fimm stjörnu hótelþægindi í kaupbæti. Þetta er sem sagt lúxus tjaldútilega.

Það kann að virðast merkilegt að tjaldútilegur njóti vinsælda enda sannarlega ekki fyrir alla. Reyndin er þó sú samkvæmt tölum ferðamálayfirvalda í bæði Þýskalandi og Bretlandi er langmesti vaxtarbroddurinn í slíkri glamping ferðamennsku og kemur kannski spánskt fyrir sjónir. Allavega þangað til þú sérð myndir af vinsælum „glamping“ stöðum.

Það er nefninlega ekkert verið að hírast í svefnpoka í glamping. Það er ekkert verið að opna ískalda baunadós skjálfandi úr kulda í glamping. Sáraeinfalt er að lesa góða bók líka án þess að taka með vasaljós í glamping og engin nauðsyn á runna í grennd til að hægja á sér.

Nei, hreint ekki. Flestir glamping staðir eru með þjóna, veitingasal eða veitingaþjónustu, lungnamjúk dýrindis rúm og þeir allra flottustu með kristilaljósakrónur hangandi inni í tjaldinu. Margir þeirra eru ekki einu sinni tjald.

Ekki viss um hvort slíkt hentar þér? Kíktu á þessar myndir af vinsælum glamping tjaldsvæðum en slík finnast um víða veröld og alla Evrópu:

Jú, þetta sleppur og gott betur. Ekki amalegt í Herjólfsdalnum um Verslunarmannahelgi. Mynd GA

Jú, þetta sleppur og gott betur. Ekki amalegt í Herjólfsdalnum um Verslunarmannahelgi. Mynd GA

glamp2

Sleppur líka. Ekki amalegt útsýni úr hjónarúminu hér

Varla nokkrum kalt inni í þessu tjaldi.

Varla nokkrum kalt inni í þessu tjaldi.

Margvísleg mismunandi hönnun skemmir ekki fyrir.

Margvísleg mismunandi hönnun skemmir ekki fyrir.

Finna má töluverðan fjölda „glamping“ í boði á bókunarvef okkar hér að neðan 😉