M erkilegur fjöldi Íslendinga hefur lagt land undir fót og haldið með fríðu föruneyti alla leið til Patagóníu í Argentínu en sá er nyrsti hluti þess ágæta lands.

Þar er æði strjálbýlt sem heillar sífellt fleiri ferðalanga sem langar að njóta án þess að nuddast utan í hundruð eða þúsundir annarra. Þar er líka æði fallegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem segir miklu meira en þúsund orð.

Fyrir þá sem þjást illa af ferðabakteríunni er alls óhætt að mæla með að panta eina allra bestu ferðabók heims, In Patagonia, eftir Bretann Bruce Chatwin þar sem hann lýsir listavel ferð sinni um þetta fallega hérað.