Tíðindi

Smekklegt hjá Fréttatímanum

  14/01/2012desember 23rd, 2014No Comments

Er það hrein tilviljun að sömu aðilar og fá fréttaumfjöllun á ferðasíðum Fréttatímans þessa helgina eru einu ferðaþjónustuaðilarnir til að auglýsa í sama blaði?

Fjallar Fréttatíminn um ferðalög á nokkrum síðum sínum og er það vel og skiljanlegt enda ferðalög stór partur af lífi hins íslenska homo sapiens.

En með tilliti til að tandurskýrt bil verður að vera milli kynninga og fréttaefnis svo lesendur séu ekki blekktir lítur það ekki vel út fyrir blaðið að fylgjandi umfjöllun þess um nýja áfangastaði Sumarferða, Heimsferða, Vitaferða og Norrænu ferðaskrifstofunnar eru auglýsingar frá Sumarferðum, Heimsferðum, Vitaferðum og Norrænu ferðaskrifstofunni. Er reyndar einnig grein um fyrirtækið Fjallaleiðsögumenn og viti menn; líka auglýsing frá þeim.

Í þokkabót eru „greinarnar“ sem ekki eru merktar sem kynningarefni fjandi einhliða og þar dásama ferðaþjónustuaðilar ferðir sínar í þaula.

Óboðlegt með öllu að mati ritstjórnar Fararheill.