Það eru ekki svo mörg ár síðan njósna- og eftirlitsmyndavélar urðu svo ódýrar og auðkeyptar að hver sem er getur nú fyllt heimili sitt af slíkum vélum fyrir nokkur þúsund krónur gegnum vefi á borð við Rakuten, Alibaba og eBay. Sex af hverjum tíu leigjendum hjá Airbnb hafa miklar áhyggjur af þessu.

Þetta virðist vera ósköp venjulegur snagi ekki satt…

Það er niðurstaða bandarísks leigufyrirtækis meðal tvö þúsund viðskiptavina sinna og kemur fjöldinn á óvart kannski við fyrstu sýn. Þó ekki þegar haft er í huga að njósnamyndavélar eru orðnar svo smáar, léttar og ódýrar en engu tali tekur. Eða hvernig hljómar njósnamyndavél í litlum snaga á heilar 1800 krónur? Nú eða reykskynjari með földu myndavélaauga fyrir sex þúsund krónur eða svo?

Þá fátt eitt nefnt af því sem í boði er fyrir þá sem vilja vakta hitt og þetta svo lítið eða ekkert beri á. Húseigendur benda gjarnan á að eftirlitsvélar séu til að vakta hugsanlegar skemmdir eða koma upp um slæma umgengni og vissulega hægt að færa rök fyrir því. En þá er í raun engin ástæða til að fela slíkar vélar.

En með tilliti til þess að þarna úti eru alltaf skemmd epli í hverri tunnu má líka hugsanlega græða peninga á upptökum í leiguíbúðum og jafnvel á hótelherbergjum. Nektarmyndir þar hátt skrifaðar auðvitað en annað efni gengur líka kaupum og sölum.

Flottur reykskynjari. En hér er flagð undir

Hvernig verjum við okkur?

Tækninni fleygir fram og góðu heilli finnast nú öpp í snjallsíma sem eiga að hluta til að geta greint faldar myndavélar eða upptökutæki. Það fjarri því 100 prósent öryggi en hjálpar til ef fólk óttast að ókunnir séu að fylgjast með hverri hreyfingu.

Slík öpp finnast bæði fyrir Apple og Android síma í netverslunum hvors aðila fyrir sig og hægt að nálgast þau á auðveldan hátt. Mörg þeirra með góðar einkunnir en hér skal hafa hugfast að þessi öpp gætu líka verið að njósna um þig. Þetta app hér fær hvað bestu dómana og er ekki framleitt af ókunnum fyrirtækjum í Pakistan eða Afganistan.