Á r og dagur bókstaflega síðan við komumst til Spánar á góðu verði. Því gleðilegra að hið spænska lággjaldaflugfélag Vueling hefur á ný hafið flug milli Keflavíkur og Barselóna og lausleg úttekt leiðir í ljós að fargjöldin eru príma.

Vueling hafið flug á nýjan leik frá klakanum til Barselóna og fargjöldin fín.

Eða hvernig hljómar flug fram og aftur í júní fyrir 20 kúlur? Eða fram og aftur í júlí fyrir 28 kúlur? Það fer æði nærri að vera sama verð og okkur hefur boðist hér síðastliðin fimm ár eða svo ef síðastliðið ár er undanskilið. Gleðitíðindi á línuna 🙂

Hér auðvitað um sardínufargjöld að ræða með fátt innifalið nema 10 kílóa handfarangur en tíkall í viðbót fyrir stærri tösku drepur engan. Í öllu falli töluvert lægra verð en Icelandair býður sömu leiðina en lausleg úttekt í júní, júlí og ágúst sýnir að lægstu sardínufargjöld þess flugfélags slefa í 40 þúsund krónurnar. Gróflega helmingi dýrari pakki…