F átt elska sjálfstæðismenn betur en að strípa eftirlitsstofnanir niður í frumeindir svo ekkert þar virki nú eins og skyldi til að vernda landann fyrir svindli og svínaríi. En okkur grunar að fáliðað starfsfólk Neytendastofu gæti gert gott mót að hefja rannsókn á tilboðum Heimsferða.

Fyrir rúmum sólarhring birtist þetta í pósthólfinu okkar:

Ók! Fyrir það fyrsta getur ferðaskrifstofa ekki hafið sig til flugs. Nema auðvitað að viðkomandi ferðaskrifstofa sé beinlínis staðsett í þotu. Sem Heimsferðir var ekki síðast þegar við tékkuðum.

Tilboðin atarna fín og eftirsóknarverð. Hver vill ekki til Tene eða Malaga fyrir 15 kúlur?

En margt er við þetta að athuga. Eins og:

  • Tilboðskynningin er mjög vafasöm. Ekki er tiltekið hvort um er að ræða 300 sæti í hvert flug til þessara þriggja áfangastaða eða í heildina. Við hér skiljum það þannig að það séu 300 sæti á tilboði til Malaga, 300 sæti til Tene og 300 sæti til Alicante. Ef þetta er hins vegar 300 sæti í heildina er þetta ekki ýkja merkilegt. Hundrað sæti á hvern stað fylla varla afturendann á rellunni.
  • Nákvæmlega sólarhring eftir að umrætt skeyti birtist í pósthólfinu okkar er ekki að finna einn staf, og hvað þá meira, um þetta tilboð. Elti maður kræjuna í meðfylgjandi skeyti finnst ekki neitt um flug til Tene, Malaga eða Alicante á 14.900. Auðvitað ekki útilokað að 300 manns hafi tryggt sér umrædd sæti prontó og þau séu barasta uppseld. En þá eiga Heimsferðir líka að taka það fram þegar vefur þeirra er heimsóttur. Bara svona nett: „Þökkum góður viðtökur við sumardagstilboðum okkar. Þau eru uppseld.”
  • Enginn veit hvort Heimsferðir buðu raunverulega upp á 300 flugsæti á 14.900 til Alicante, Tene eða Malaga. Minnsta mál í heimi að auglýsa x-sætisfjölda á tilboði þó ekki eitt einasta sæti sé raunverulega á því verðinu. Til mörg dæmi um slíkt feik síðustu árin.
  • Heimsferðir hefði mátt benda fólki á að handfarangursheimild á þessu verði sé takmörkuð við fimm kíló per einstakling. Velflest flugfélög, og lággjaldaflugfélög þar meðtalin, leyfa fólki að taka með 10 kíló á ódýrasta farrými. Trixið hér auðvitað að fólk sem nær tilboðinu en vill hafa smá hangikjötslæri eða fansí kvöldklæðnað meðferðis þarf að punga út extra. Fimm kíló ekki upp í nös á lötum ketti.
  • Að síðustu skal ekki gert lítið úr að Heimsferðir eru í eigu Arionbanka. Það er gamla Kaupþing, sem kom Íslandi á kaldan klaka hér fyrir fimmtán árum síðan eða svo. Algjör óþarfi að fylla vasa þess fólks og verðlauna fyrir að koma okkur öllum nánast í gröfina.