M eð fullri virðingu fyrir öðrum fögrum borgum heims eru vandfundnar yndislegri borgir en París til að þvælast um og gleyma stressi og streitu heimafyrir. Og nú er hægt að njóta borgarinnar á nokkuð sérstaklegan hátt í tuk-tuk vögnum.
Tuk-tuk vagna þekkja velflestir þeir sem ferðast hafa um lönd Asíu en í Víetnam, Tælandi og Kambódíu, svo dæmi séu tekin, eru slík farartæki bæði vinsæl og ódýr. Þá hafa slíkir fararskjótar skotið upp kollinum í Reykjavík líka af öllum stöðum.
Slíkir vagnar hafa þó almennt ekki sést mikið á götum evrópskra borga en það breyttist í París fyrir sex árum eða svo þegar einir 40 tuk-tuk vagnar birtust á götum borgarinnar. Vakti ekki litla athygli heldur að það var frítt að ferðast með þeim um hálfs árs skeið.
Það er ekki frítt lengur en þó situr fargjaldið varla lengi í fólki sem vill prófa eitthvað aðeins öðruvísi. Ýmsir túrar í boði og hver 30 mínútna rúntur kostar þetta tvö til þrjú þúsund krónur á mann. Vagnana er líka hægt að leigja til að skjótast með frá A til B en varla fljótlegasta leiðin. Á móti kemur er varla nokkur í París til að skauta yfir allt í hvelli 😉
Heimasíða Paris-Tuk-Tuk hér.








