T æland er eins og flestir vita hálfgerð mekka heimsins fyrir kynlífstengda ferðaþjónustu eða úrkynjun eins og margir vilja kalla það. Velflestir helstu ferðamannastaðir; Pattaya, Bangkok, Phuket, Koh Samui og Krabi eru fullir af gógó börum þar sem stúlkurnar veiða daga og nætur fölbleika vesturlandabúa og finnst mörgum nóg um.

Þá eru til vitlausari hlutir en halda til smábæjarins Pak Nam Pran sem er 20 mínútum frá bænum Hua Hin. Sá er orðinn er mjög vinsæll meðal þeirra vestrænu ferðamanna sem fengið hafa sig nóg af tjútti og köllum kvenna á vinsælari stöðum. Pak Nam Pran er reyndar að vaxa sem nokkur ferðamannastaður en er ennþá tælenskur og þar búa og dvelja oftar en ekki Tælendingar sjálfir þegar þeir fara í frí.

Staðurinn er ólíkt rólegri en stóru bæirnir en hvar annars staðar fá ferðamenn flesta helstu þjónustu og tugi kílómetra af strandlengju nánast út af fyrir sig í Tælandi án þess að borga duglega fyrir?

Hér hafa risið á síðust árum eitt og eitt lúxushótel enda ströndin við Pak Nam Pran talin öllu betri en við Hua Hin eða Pattaya. Mest um vert er þó að staðurinn er enn tælenskur en ekki tælensk útgáfa af Benídorm eins og raunin er með vinsælli staði í landinu.

Þarna má finna matvörumarkað og lítinn tælenskan markað með sjávarrétti enda er hér eina höfnin á stóru svæði og nýtt sjávarfang úr hafinu alltaf í boði. Þá er algengt að háhyrningar séu að leik úti fyrir ströndinni hér. Hún reyndar þýðir einnig að moskító flugur eru hér í tonnavís en það er ekkert vandamál geri menn ráðstafanir. Þá er hér tilvalið að fara í heimsókn til Khao Sam Roi Yot þjóðgarðinn sem er einn sá mikilfenglegasti í öllu Tælandi.

View Larger Map