Skip to main content

Þ ó margt gott megi segja um Boston í Bandaríkjunum þá er sú borg tiltölulega dýr heimsóknar á bandarískan mælikvarða ef frá er talinn varningur í afsláttarverslunum.

Boston er skemmtileg heimsóknar en getur verið dýr á pyngjunni. Mynd Philocrites

Boston er skemmtileg heimsóknar en getur verið dýr á pyngjunni. Mynd Philocrites

En það eru alltaf ráð undir rifi hverju búi ferðaþyrstir yfir þolinmæði og fyrirhyggjusemi. Eins og með hótelgistingu, flug eða pakkaferðir er alltaf hægt að spara sér ágætar fjárhæðir gefi fólk sér tíma til að bera saman og skoða í þaula. Það sama á við um heimsókn til Boston.

Hér að neðan eru þrjár leiðir til að spara nokkra peninga í Boston en njóta engu að síður vel. Þetta líklega telur aðeins sé fólk að dvelja lengur í borginni um eina helgi eða svo.

♥  Keyptu borgarpassann cityPASS Boston. Almennt séð eru borgarpassar eins misjafnir og borgir eru margar en þessi er með þeim allra bestu. Sem þýðir að langi gesti að skoða fimm helstu staði Boston fæst 48 prósenta afsláttur frá hefðbundnu miðaverði. Um er að ræða New England Aquarium, Boston Skywalk Observatory, Museum of Science, Museum of Fine Arts og Harvard Museum of Natural History. Allt flottir staðir. Passinn þegar þetta er skrifað kostar 6.000 krónur og sparar aðrar sex þúsund krónur heimsæki fólk alla staðina.

♥  Tonn af fínum veitingastöðum er að finna í Boston. Máltíð á betri stað setur engan á höfuðið en erlendis vill maður gjarnan leyfa sér meira en almennt gerist og fara minnst einu sinni fínt út að borða. Hvað ef við segðum ykkur að á sumum betri veitingastöðum, og mörgum lakari, er hægt að kaupa gjafakort fyrir brot af þeirri upphæð sem fólk annars greiðir. Það gerist gegnum veitingahúsasíðuna Restaurant.com. Þar eru um 50 veitingastaðir í Boston á lista og á hvern og einn hægt að kaupa afsláttarkort, certificate, sem svo er framvísað á staðnum og voilà. Afsláttarkort sem kostar tíu dollara getur með þessum hætti dugað sem 25 dollara greiðsla á staðnum. Misjafnt er hve afslátturinn er hár en þetta er sáraeinföld leið til að spara nokkra þúsundkalla og hægt er að kaupa slík afsláttarkort fyrir nokkra í einu.

♥  Annar vefur sem hægt og bítandi er að ná góðum árangri er Living Social sem auglýsir allt undir sólinni í hverri bandarískri borg fyrir sig en með duglegum afsláttum. Hér er matarkyns einnig í boði en sömuleiðis miðar á viðburði, tónleika, íþróttaleiki og margt annað sem mögulegt er að fólk á ferðalagi hafi áhuga að njóta í Boston. Þegar þetta er skrifað er hægt að kaupa siglingu um höfnina á 600 króna afslætti frá venjulegu verði.

* Óhætt er að hafa í huga að bæði Restaurant.com og Living Social er sannarlega hægt að nota víðar en í Boston. Báðir vefir dekka fjölda annarra borga.