Kvartanir! Allir hafa einhvern tíma yfir einhverju að kvarta í fríum sínum enda sjaldan hægt að gera öllum hundrað prósent til geðs.
Það er samt svo að sumir eru ólíkt smámunasamari en aðrir og enn aðrir eru algjörlega úti á þekju í kvörtunum sínun. Breska ferðaskrifstofan Thomas Cook tók nýlega saman hallærislegusku kvartanir gesta sinna og er þar af mörgu merkilegu að taka.
> Ungur Breti heimtaði endurgreiðslu ferðar sinnar þegar hann varð vitni að kynlífi fíla við ævintýraferð í Kenía. Vildi sá meina að reynslan hefði verið svo sjokkerandi að fríið væri ónýtt.
> Bresk fjölskylda varð viti sínu fjær þegar þau sáu fiska synda við strönd þá er þau syntu í við Maldives eyjar. Heimtuðu þau afslátt þar sem enginn hafði sagt þeim að fiskar væru í sjónum á þessum slóðum.
> Ungur maður fór í skaðabótarmál eftir dvöl á lúxushóteli við Costa del Sol á Spáni. Sökin sú að áfengið sem í boði var þótti honum of sterkt svo hann átti litlar sem engar minningar um ferðalagið þegar heim var komið.
> Flestir Bretar gera sér far um að fara á fjarlægar strendur en allnokkrar kvartanir hafa borist ferðaskrifstofunni gegnum tíðina þess efnis að of mikill sandur hafi verið á ströndum áfangastaða þeirra.
> Stúlka kenndi Thomas Cook um óléttu sína eftir dvöl á hóteli þar sem aðeins var tvíbreitt rúm í boði í stað tveggja aðskildra rúma. Sagðist hún hafa neyðst til kynmaka fyrir vikið.
Ljóst þykir að nýr staðall hafi verið settur í kvörtunum. Eða kannski nýr staðall í heimsku?