Skip to main content

Innan tíðar mun Wow Air loks hefja formlegt áætlunarflug milli Keflavíkur og Boston í Bandaríkjunum. Það er vel enda samkeppni hundrað prósent af hinu góða. En verðúttekt Fararheill leiðir í ljós að Wow Air verður undir í þeirri samkeppni ef tekið er tillit til farangurs.

Það er Icelandair en ekki Wow Air sem býður flug til Boston á lægra verði ef farangur er með í för.

Það er Icelandair en ekki Wow Air sem býður flug til Boston á lægra verði ef farangur er með í för.

Við leituðum að lægsta verði aðra leiðina til Boston í vor og sumar hjá bæði Icelandair og Wow Air. Einhver kann að segja að slíkur samanburður sé kjánalegur enda fáir sem fljúga aðeins aðra leiðina en slíkt er þó marktækast því bæði flugfélög auglýsa sitt lægst verð miðað við flug aðra leið.

En það er annað sem truflaði aðeins við úttektina. Sú staðreynd að fyrir utan þá sem sækja nám í Boston eða þann fjölda sem þangað fer í viðskiptaerindum er yfirgnæfandi meirihluti landsmanna almennt sem lítur á borgina sem verslunarmiðstöð. Flest okkar förum þangað til að versla á lágu verði.

Þá lá því beinast við að gera samanburð að meðtöldum tveimur töskum hjá Wow Air en eins og hefð er fyrir þar þarf alltaf að greiða aukalega fyrir slíkt. Skemmst er frá að segja að þegar töskur voru ekki með í för hjá Wow Air reyndist flugfélagið bjóða fargjaldið kringum þetta sex til tíu þúsund krónum ódýrara en Icelandair. Reyndar var jafnt á metum í júní þegar bæði flugfélög bjóða flug á tæplega 32 þúsund krónur. Sé mið tekið af því að tvær töskur hjá Wow Air kosta manninn 9.999 krónur aðra leiðina er ljóst að þar bauð Icelandair mun betur.

En hvað gerist þegar við bætum þessum 9.999 krónum við fargjald Wow Air. Taflan segir allt sem segja þarf. Gamla konan býður einfaldlega lægra verð en nýburinn alla mánuðina nema einn. Sem skýtur skökku við hjá flugfélagi sem kallar sig lággjaldaflugfélag meðal annars.

* Leitað samtímis á báðum bókunarvélum kl. 11.06 þann 18. febrúar 2015. Önnur leið með öllum sköttum og gjöldum plús tvær innritaðar töskur hjá Wow Air. Hafa skal í huga að verðbreytingar eru mjög örar.