H mmm! Við hér vissulega sent pillu eða tvær til Norrænu ferðaskrifstofunnar gegnum tíðina fyrir döpur prógrömm en það mjög miður að sú ferðaskrifstofan virðist farlama í gjörgæslu.

Norræna ferðaskrifstofan hefur verið lítil alla tíð en alltaf boðið ferðir sem ekki finnast annars staðar. Skjáskot

Rúlli áhugasamir sér yfir á vef Norrænu ferðaskrifstofunnar þessi dægrin opnast vefur þeirra, norraena.is, vissulega í öllum vöfrum eftir því sem við komumst næst. Gallinn sá að vefurinn atarna er galtómur. Engar upplýsingar og ekki neitt að sjá.

Ekkert skal fullyrt en þetta bendir til þess að eitthvað stórvægilegt sé að hjá Norrænu ferðaskrifstofunni. Ferðaskrifstofur þessi dægrin fá jú 90 prósent af allri traffík gegnum netið og enginn er að hanga á vef þar sem ekkert er að sjá. Þaðan af síður að bóka eitthvað.

Vonum að við höfum rangt fyrir okkur. Brýn þörf á að þessar litlu ferðaskrifstofur lifi því þær bjóða undantekningarlaust upp á annað en steingeldar ferðir til Alicante eða Tenerife.

Óhrædd við að nota nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það er eina tekjuleið okkur hér 😉