Skip to main content

F lestir sem ferðast hafa um Spán hafa vafalítið velt fyrir sér hvers vegna þeir sums staðar kalla vinsælu smáréttina sína tapas og sums staðar pinchos eða pintxos.

Ekki smáréttir heldur listaverk. Smáréttir á veitingastað í Bilbao. Mynd Jason Whittaker

Ekki smáréttir heldur listaverk. Smáréttir á veitingastað í Bilbao. Mynd Jason Whittaker

Þeir hinir sömu hafa líka eflaust tekið eftir að engir tapas eru í boði í norðanverðu landinu og enga fá menn pinchos sunnantil.

Tapa (eintala) er notað í merkingunni lítill matarskammtur og þýðir bókstaflega smáréttur eða snarl. Á eldri og betri börum frá Costa del Sol og upp til Madríd og Zaragossa fá menn alvöru tapa; smábrauð með áleggi, rækjur eða glænýjar ólívur á disk og það stundum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Á meiri ferðamannastöðum láta nískari bareigendur nægja að henda kartöflusnakki eða hnetum á disk og láta gott heita. Þetta kemur undantekningarlítið frítt með drykk eða drykkjum.

Fyrir norðan Madríd er hending að næla sér í frítt tapas því þá fer tapas að breytast í pincho sem einnig eru smáréttir en töluvert meira í þá lagt og látið og eru pinchos þess vegna aldrei ókeypis með drykkjum. Slíkir smáréttir verða dýrari og dýrari eftir því sem norðar dregur og breytist þá nafnið líka úr pinchos í pintxos sem er baskneska fyrir smárétt.

Eru pintxos réttir orðir að hreinum listaverkum víðs vegar í Baskalandi og er þar grimm keppni milli slíkra staða um bestu og fallegustu réttina.