Skip to main content

Það er varla leiðinlegt fyrir fyrirtæki þegar viðskiptavinir bera því góða sögu og það opinberlega á netmiðlum eða bloggum. Öllu leiðinlegra þegar það er gert á röngum forsendum.

Lággjaldaflugfélag? Sumir virðast ganga í þeirri trú.

Lággjaldaflugfélag? Sumir virðast ganga í þeirri trú.

Ungt erlent par sem heldur úti ferðablogginu An adventure awaits you dvaldi hér á Íslandi fyrir skömmu og flugu af landi brott með Icelandair áleiðis til Evrópu. Þau skrifa þar um reynslu sína og bera flugfélaginu íslenska afar góða sögu. Þau voru semsagt himinlifandi með þjónustu Icelandair.

Eitt stingur þó í stúf í frásögn fólksins. Þau ganga út frá því sem vísu að Icelandair sé lággjaldaflugfélag.

Það skýrir ánægjuna því hjá slíkum flugfélögum er þjónusta vel skorin við nögl.

Varla nokkuð sem forráðamenn Icelandair ættu að vera sáttir við.