Skip to main content

Síðdegis í gær setti ferðaskrifstofan Heimsferðir á vef sinn nýja auglýsingu um helmings afslátt á flugi til Kanarí strax eftir áramótin. Alvöru tilboð en flug fram og aftur þann 2. janúar til 15. janúar fékkst á 44.900 krónur á mann eða samtals  89.800 krónur fyrir tvo saman.

Ægifínt tilboð Heimsferða seldist upp á fjórum tímum meðan enn eru sæti laus í svipaða ferð en dýrari hjá Vita ferðum

Ægifínt tilboð Heimsferða seldist upp á fjórum tímum meðan enn eru sæti laus í svipaða ferð en dýrari hjá Vita ferðum

Aðeins voru tólf sæti í boði á þessu verði og það var ekki að sökum að spyrja loks þegar fólk fær almennileg kjör. Ferðirnar kláruðust á fjórum klukkustundum samkvæmt okkar yfirlegu.

Til samanburðar bauð ferðaskrifstofan Vita einnig ferðir til Kanarí á sæmilegu verði strax eftir áramótin og auglýsti það fyrst þann 5. desember síðastliðinn. Þar um flug og hótel að ræða og verðið, þó gott sé í samhengi við flest tilboð til Kanarí, tæpar 220 þúsund krónur á tvo saman. Nóg er enn af sætum.

Ferð Vita er reyndar ellefu daga meðan ferð Heimsferða var þrettán dagar og í ferðum Vita er einhverra hluta vegna millilent á Tenerife, næstu eyju við Kanarí, áður en fólk kemst á leiðarenda. Sem er bæði galið og óboðlegt.

En ef við leikum okkur aðeins með frekari samanburð þá finnur Fararheill á hótelbókunarvef okkar ýmis ágæt hótel á Kanarí. Hér að neðan er eitt fjögurra stjörnu í Las Palmas borg ef fólk vill meira líf í kring en bara erlenda ferðamenn að sóla sig og drekka bjór.

Fátt amalegt við þetta verð eða hótel í Las Palmas.

Fátt amalegt við þetta verð eða hótel í Las Palmas.

Hefðu viðskiptavinir Heimsferða keypt tilboðsferðina og gist á þessu hóteli í þrettán daga yrði heildarkostnaðurinn við flug og hótel samanlagt 236.700 krónur eða svo. Ok, vissulega aðeins dýrara en ferð Vita en ekki gleyma að hótelið er betra, ferðin lengri og engin óþörf millilending á leiðinni.

En við getum gert betur ef við lækkum standardinn. Finnum okkur stúdíóíbúð við ströndina.

Viti menn. Ekkert stórmerkilegt en gott rúm og eldhús og sófi og svalir og stutt á strönd og verðið ekki ýkja hátt í þrettán daga.

Viti menn. Ekkert stórmerkilegt en gott rúm og eldhús og sófi og svalir og stutt á strönd og verðið ekki ýkja hátt í þrettán daga.

Með sæmilegri stúdíóíbúð við strönd eru farþegar Heimsferða komnir í stóran plús gagnvart farþegum Vita jafnvel þó ferðirnar séu lengri. Samtals kostnaður fyrir tvo með þessu hóteli og fluginu er 175.735 krónur. Rétt tæplega 50 þúsund króna lægra verð en ferð Vita sem þó er ekki dýr miðað við það sem gengur.

Meira af þessu Heimsferðir!