Skip to main content

Þú ferðast á töluvert lægra verði með Icelandair til Washington D.C. í Bandaríkjunum en með Wow Air í haust og vetur ef þú þarft að taka farangur meðferðis samkvæmt úttekt Fararheill.

Aðeins lægsta verð með Wow ef engin er farangur. Annars dýrara í haust og vetur til Washington D.C.

Aðeins lægsta verð með Wow ef engin er farangur. Annars dýrara í haust og vetur til Washington D.C.

Þau halda áfram að súrna loforð Wow Air um besta verðið hingað og þangað. Aftur og ítrekað kemur í ljós að lággjaldaflugfélagið stendur aðeins undir nafni ef farþegar mæta farangurslausir. Að öðru leyti er dýrara að fljúga með Wow Air eins og meðfylgjandi tafla ber með sér.

Við fengum bágt í hattinn fyrir skömmu eftir að við birtum verðkönnun okkar þann 20. ágúst á flugi þessara sömu aðila til Boston. Þá bættum við aðeins einni tösku við verðið hjá Wow Air og sumum þótti eðlilegt að hafa þær tvær enda mega farþegar Icelandair þangað taka tvisvar sinnum 23 kílóa töskur meðferðis.

Með tilliti til að verslunarferðirnar fara brátt í fullan svíng hjá fólki er rétt að breyta því til batnaðar og bera saman epli og epli. Tvær 20 kílóa töskur bæta litlum tíu þúsund krónum ofan á verð hjá Wow Air. Sem breytir ýmsu eins og sjá má.

* Úttekt gerð kl. 14.00 þann 24.ágúst 2015. Leitað að lægsta verði á flugi aðra leið út hjá báðum aðilum alla mánuðina. Tveimur töskur bætt við hjá Wow Air. Hafa skal hugfast að verð breytast ört á bókunarvélum.